SPURNINGAR & SVÖR

Þarf ég að kaupa keðju sér eftir að hafa keypt stafamen?

Með öllum my letra og your letra hálsmenum kemur 40 cm (+3 cm) keðja, það er innifalið í verðinu á 5.990 kr.

Hinsvegar eru mini letra stafamenin seld ein og sér og með þeim þarf að kaupa auka keðju.

Það er einnig möguleiki að kaupa auka keðjur, lengri og grófari keðjur í boði á 1.590 kr.

 

Er möguleiki að hafa meira en einn staf á keðju?

Það er svo sannarlega möguleiki að færa stafi á milli keðja og margir sem gera það.

Ef þú vilt tvo eða fleiri stafi á sömu keðju, þá þarftu samt sem áður að kaupa jafn marga stafi og þú vilt því 40 cm keðjurnar fylgja my letra og your letra stöfunum á 5.990 ISK.

Ef þú vilt hafa stafina á öðrum keðjum sem eru í boði þá þarf að kaupa þær aukalega fyrir utan stafina.

Er möguleiki að sækja pantanir?

Ef pöntunin er yfir 2.000 kr þá sendum við hvert á land sem er endurgjaldslaust. Við reynum að koma pöntunum í póst eins fljótt og hægt er, og oftar en ekki samdægurs.

Ef það er neyðartilfelli og þig vantar að fá hálsmen undir eins þá geturðu sent okkur skilaboð á Facebook eða sent okkur tölvupóst á - myletra@myletra.is og við reynum að aðstoða þig eins og mögulegt er.

Eruði með stafina í bæði gulli og silfri?

Já, allir stafirnir okkar eru í boði bæði í gulli og silfri. Til þess að sjá báða liti þá þarf að færa á milli mynda í vörumyndunum. Þegar vörum er svo bætt í körfuna, þá þarf að velja hvorn litinn á að kaupa.

FACEBOOK

INSTAGRAM

#myletrafolks

#myletrabyme

  • Facebook - Grey Circle
  • Instagram - Grey Circle

© 2018 my letra. - myletra@myletra.is - Reykjavík, Iceland