SPURNINGAR & SVÖR

Þarf ég að kaupa keðju sér eftir að hafa keypt stafamen?

Með öllum my letra og your letra hálsmenum kemur 40 cm (+5 cm lenging) keðja, það er innifalið í verðinu á 5.990 kr. 

Hinsvegar eru mini letra stafirnir og stjörnumerkin seld stök, með þeim þarf að kaupa keðju.

Hægt er að kaupa stakar keðjur í ýmsum lengdum á heimasíðunni og er verðið á þeim 1.590 kr.

 

Er möguleiki að hafa meira en einn staf á keðju?

Það er svo sannarlega möguleiki að færa stafi á milli keðja.

Ef þú vilt tvo eða fleiri stafi á sömu keðju, þá þarftu samt sem áður að kaupa jafn marga stafi og þú vilt því 40 cm keðjurnar fylgja my letra og your letra stöfunum á 5.990 kr.

Ef þú vilt hafa stafina á öðrum keðjum sem eru í boði þá þarf að kaupa þær aukalega fyrir utan stafina.

Er möguleiki að sækja pantanir?

Hægt er að sækja pantanir í Askalind 4 í Kópavogi á mánudögum og fimmtudögum milli 10-14.

Ef það er neyðartilfelli og þig vantar að fá hálsmen undir eins þá geturðu sent okkur skilaboð á Facebook eða sent okkur tölvupóst á - myletra@myletra.is og við reynum að aðstoða þig eins og mögulegt er.

Eruði með stafina í bæði gull- og silfurlituðu?

Já, allir stafirnir okkar eru í boði bæði í gull- og silfurlituðu.

Má fara með skartið í sturtu?

Það hefur reynst okkur mjög vel að fara með skartið í sturtu, æfingar og sund, þar sem það sést lítið á því og þá sérstaklega silfur skartinu. Hinsvegar mælum við með því að taka það af og forðast snertingu við vatn þar sem það mun hafa áhrif á gyllta litinn.

FACEBOOK

INSTAGRAM

#myletrafolks

#myletrabyme

UM OKKUR

5281 EHF.

KT: 520919-0820

VSK NÚMER: 135894

ASKALIND 4, 201 KÓPAVOGUR

OPIÐ MÁN & FIMMTUD. MILLI KL: 10-14.

  • Facebook - Grey Circle
  • Instagram - Grey Circle

© 2018 my letra. - myletra@myletra.is - Reykjavík, Iceland