
Hildur Árnadóttir er hönnuður og eigandi h.loft. Hildur handgerir skálar úr steinleir sem hún kallar skeljar. Innblásturinn sækir hún í kúrvur skeljarinnar og boga öldunnar. Engin mót eru notuð í ferlinu þannig að hver skel er einstök.
Árið 2020 lauk Hildur BA námi í arkitektúr og hefur unnið á arkitektastofu samhliða því að vinna í skálunum.
my letra x h.loft er okkar samstarf og skálarnar henta fullkomlega til þess að bera skart. Náttúrulegi litur leirsins fær að njóta sín og fer vel með skartinu okkar.
Instagram: h.loft