ENDURNÝTING

Umhverfis- og endurvinnslumál eru öllum mikilvæg og viljum við leggja okkar að mörkum í þeim efnum.

Við viljum hvetja viðskiptavini okkar til þess að endurnýta kassana og umbúðirnar frá okkur í stað þess að það endi í ruslinu.

Kössum og umbúðum má skila aftur til okkar í Bæjarlind 14-16, þar sem við getum endurnýtt það fyrir framtíðarpantanir. Einnig er hægt að skila kössum og umbúðum til endursöluaðila, þar sem þeir aðilar geta einnig endurnýtt umbúðirnar.

Litlu skartpokana frá okkur er einnig hægt að endurnýta sem hirslu undir smáa muni, en pokarnir eru einnig þæginlegir til þess að geyma skartgripina á ferðalögum eða í snyrtitöskunni.

Endurnýting á kössum hjálpar umhverfinu með því að minnka það magn sem enda á ruslahaugunum og minnkar einnig kolefnissporið sem fer í framleiðslu og flutningar á nýjum kössum.

Takk fyrir aðstoðina!