SPURNINGAR OG SVÖR

Þarf ég að kaupa keðju sér, eftir að hafa keypt stafamen?
Með hástafa, lágstafa og special edition hálsmenum fylgir 40 cm (+5 cm lenging) keðja, hún er innifalin í verðinu.
Hinsvegar eru mini hástafirnir og stjörnumerkin seld stök og með þeim þarf að kaupa keðju.

Hægt er að kaupa stakar keðjur í ýmsum lengdum og gerðum.

Eruði með vörurnar ykkar í bæði gull- og silfurlituðu?
Já, allar vörurnar okkar eru bæði í gull- og silfurlituðu.

Úr hvaða efni eru allar vörur my letra gerðar?
Ryðfríu stáli (stainless steel)

Er hægt að sækja pantanir?
Hægt er að sækja pantanir í Bæjarlind 14-16 á opnunartímar my letra.

Ef það er neyðartilfelli og þig vantar vörur þá geturðu sent okkur skilaboð á samfélagsmiðlum eða sent okkur tölvupóst á: myletra@myletra.is og við reynum að aðstoða þig eins og mögulegt er.

Má fara með skartið í vatn?
Já það má fara með allar vörurnar okkar í vatn en við mælum með að taka það af fyrir sturtu og sund til að halda gyllta litnum eins glansandi og hægt er.